Farið yfir málefni vaktavinnufólks Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. október 2013 19:42 Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, leggur áherslu á að nýir kjarasamningar verði tilbúnir þegar núgildandi samningar renna út. mynd/Stefán Karlsson BSRB og samninganefnd ríksisins áttu sinn fyrsta fund í dag vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Á fundinum var farið yfir drög að viðræðuráætlun samningsaðila auk þess sem BSRB fór yfir þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar á meðal eru málefni vaktavinnufólks, málefni trúnaðarmanna og önnur sameiginlega mál aðildarfélaganna. Þetta kom fram í tilkynningu frá BSRB. „Aðildarfélögin fólu BSRB að gera viðræðuáætlun sem gerir ráð fyrir að nýir kjarasamningar verði tilbúnir þegar hinir renna út. Við höfum lagt áherslu á að sú viðræðuáætlun byggi á þeirri vinnu sem aðilar vinnumarkaðarins fóru í undir handleiðslu ríkissáttasemjara og miðaði að því að stuðla að bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sem leggur áherslu á að nýir kjarasamningar verði tilbúnir þegar núgildandi samningar renna út. „Það er okkur mikilvægt að kjarasamningur taki beint við af kjarasamningi svo samningar verði ekki lausir til lengri eða skemmri tíma. Einnig fórum við fram á að samningaviðræður við BSRB um sameiginlegu málin færu fram samhliða viðræðum við aðildarfélög okkar,“ segir Elín Björg en aðildarfélög BSRB fara sjálf með samningsumboðið utan þeirra verkefna sem eru þeim sameiginleg og hafa verið falin bandalaginu eins og fyrr hefur komið fram. „Stjórn BSRB kemur saman til fundar á föstudaginn kemur og við væntum þess að hafa fengið viðbrögð við viðræðuáætlun okkar frá samninganefndinni fyrir þann tíma. Stjórn BSRB mun þá taka hana til efnislegrar umræðu og í kjölfarið ákveða næstu skref,“ segir Elín Björg. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
BSRB og samninganefnd ríksisins áttu sinn fyrsta fund í dag vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Á fundinum var farið yfir drög að viðræðuráætlun samningsaðila auk þess sem BSRB fór yfir þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar á meðal eru málefni vaktavinnufólks, málefni trúnaðarmanna og önnur sameiginlega mál aðildarfélaganna. Þetta kom fram í tilkynningu frá BSRB. „Aðildarfélögin fólu BSRB að gera viðræðuáætlun sem gerir ráð fyrir að nýir kjarasamningar verði tilbúnir þegar hinir renna út. Við höfum lagt áherslu á að sú viðræðuáætlun byggi á þeirri vinnu sem aðilar vinnumarkaðarins fóru í undir handleiðslu ríkissáttasemjara og miðaði að því að stuðla að bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga,“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sem leggur áherslu á að nýir kjarasamningar verði tilbúnir þegar núgildandi samningar renna út. „Það er okkur mikilvægt að kjarasamningur taki beint við af kjarasamningi svo samningar verði ekki lausir til lengri eða skemmri tíma. Einnig fórum við fram á að samningaviðræður við BSRB um sameiginlegu málin færu fram samhliða viðræðum við aðildarfélög okkar,“ segir Elín Björg en aðildarfélög BSRB fara sjálf með samningsumboðið utan þeirra verkefna sem eru þeim sameiginleg og hafa verið falin bandalaginu eins og fyrr hefur komið fram. „Stjórn BSRB kemur saman til fundar á föstudaginn kemur og við væntum þess að hafa fengið viðbrögð við viðræðuáætlun okkar frá samninganefndinni fyrir þann tíma. Stjórn BSRB mun þá taka hana til efnislegrar umræðu og í kjölfarið ákveða næstu skref,“ segir Elín Björg.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira