Innlent

Ekki sást vel til norðurljósa

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin rétt við Akranes í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin rétt við Akranes í gærkvöldi. mynd/Finnur Andrésson
Slökkt var á ljósum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í kvöld eins og fram hefur komið á Vísi. Ljós voru einnig slökkt á Akranesi. Norðurljósaspá Veðurstofunnar var góð fyrir kvöldið en ekki rættist vel úr. Fremur skýjað hefur verið í kvöld og því virðist sem fáir séð norðurljós.

Þrátt fyrir að seinni part dags væri orðið ljóst að það yrði nokkuð skýjað um kvöldið, var ákveðið að halda við fyrri áætlanir um að slökkva ljósin.

Hér sést Akranesbær eftir að slökkt var á ljósum hjá bænum.mynd/Finnur Andrésson
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs  sagði að um tilraun hefði verið að ræða og engin ástæða til að hætta við hana þó skýin neituðu að fara. „Ég er búin að reyna að blása á skýin sem og að dansa vestfirskan dans sem frændi minn kenndi mér en það virkar því miður ekki,“ sagði Dagur við Fréttablaðið.

Stuttu síðar heyrði Vísir aftur í Degi sem sagðist vera enn að dansa og að sér sýndist að það væri að myndast smá gat í skýin fyrir ofan heimilið hans.

Vísir fékk sendar myndir af norðurljósunum sem náðust á mynd rétt við Akranes í gærkvöldi og mynd úr bænum eftir að ljósin voru slökkt, þar sáust þó engin norðurljós vegna skýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×