Innlent

Keyrt á dreng á hjóli á Akureyri

Gunnar Valþórsson skrifar
Drengurinn var með hjálm á höfði sem lögregla segir að hafi bjargað miklu.
Drengurinn var með hjálm á höfði sem lögregla segir að hafi bjargað miklu.
Ekið var á dreng á reiðhjóli um klukkan sex í gærkvöldi á Skarðshlið við Höfðahlíð á Akureyri.

Drengurinn var með hjálm á höfði sem lögregla segir að hafi bjargað miklu en hann hjólaði í veg fyrir bifreið sem skall á honum og féll hann við það í götuna. Lögregla segir að hann hafi bólgnað í framan og þá fann hann til í hendi og í baki. Drengurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×