Innlent

Sigmundur Davíð skýri afstöðu sína

Höskuldur Kári Schram skrifar
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verði að útskýra hvers vegna hann leggst gegn byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

Þetta kom fram í máli Helga á Alþingi í dag. Helgi hefur ásamt níu öðrum þingmönnum lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans strax að því loknu.

Helgi sagði að andstaða forsætisráðherra og þingmanna Framsóknarflokks við nýjan Landspítala hrópi á skýringar. Helgi sagði mikilvægt að  bæta aðstæður og aðbúnað á Landspítalanum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. „Það að hafa fyrsta flokks aðstæður og aðbúnað á Landspítalanum er yfirlýsing um að við ætlum að sýna metnað í heilbrigðismálum,“ sagði Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×