Innlent

Líkir árangri landsliðsins við gosið í Eyjafjallajökli

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti yfir ánægju sinni með árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Alþingi í dag og telur að það verði góð auglýsing fyrir Ísland nái liðið að komast alla leið til Brasilíu.

„Ísland er á sigurbraut. Mögnuð frammistaða karlalandsliðsins í knattspyrnu í Noregi í gærkvöldi vekur athygli mína og landsmanna. Liðið hefur undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar náð ótrúlegum árangri sem vonandi er bara rétt að byrja. Ég vil vekja athygli á því að ef við náum þeim frábæra árangri að komast í úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á næsta sumri þá erum við minnsta ríkið til að verða þess heiðurs aðnjótandi,“ sagði Ásmundur.

Nái liðið þessum árangri verði það ennfremur góð auglýsing fyrir Ísland. „Ég held að slík auglýsing yrði nánast á við annað Eyjafjallagos,“ sagði Ásmundur.

Hér má hlusta á ræðu Ásmundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×