Innlent

Flestir inni vegna fíkniefnabrota

Boði Logason skrifar
Af þeim eru 23 Íslendingum sem sitja inni vegna brota sem tengjast fíkniefnum, en 3 vegna ofbeldisbrota.
Af þeim eru 23 Íslendingum sem sitja inni vegna brota sem tengjast fíkniefnum, en 3 vegna ofbeldisbrota. Mynd/vísir
Langflestir íslenskir ríkisborgarar sem dvelja í fangelsum erlendis eru þar vegna brota sem tengjast fíkniefnum, eða 88 prósent. Flestir sitja í fangelsi í Danmörku.

Þetta kemur fram í tölum sem utanríkisráðuneytið tók saman fyrir Vísi. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um 26 Íslendinga sem eru í erlendum fangelsum. Einn af þessum 26 er utan fangelsis en sætir farbanni.

Af þeim eru 23 Íslendingar sem sitja inni vegna brota sem tengjast fíkniefnum, en 3 vegna ofbeldisbrota.

Konur eru í miklum minnihluta, því einungis tvær íslenskar konur sitja inni í erlendum fangelsum. Síðastliðið haust voru tvær stúlkur innan við tvítugt teknar fyrir fíkniefnasmygl í Tékklandi.

Utanríkisráðuneytið segir að rétt sé að benda á að ekki sé útilokað að íslenskir ríkisborgarar í erlendum fangelsum séu fleiri. Þar sem dæmi eru til að Íslendingar, sem hlotið hafa dóma erlendis vilji ekki að haft sé samband heim til Íslands og afþakka afskipti íslenskra stjórnvalda.

Þá kunni að vera einstaklingar í fangelsum erlendis sem bera tvöfalt ríkisfang og hafi hlotið dóma án þess að tilkynning berist hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×