Innlent

Tillaga um bann við rekstri kampavínsklúbba tekin fyrir á Alþingi

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Björk Vilhelmsdóttir, varaþingmaður safmylkingarinnar, hyggst mæla fyrir þingsáliktun um starfsemi kampavínsstaðanna á morgun.

Tilgangur breytinganna yrði að koma í veg fyrir að rekstur staða sem gera út á fáklæddar konur og sölu á þeim í einkarýmum.

„Ég er á morgun að tala fyrir tillögu til þingsályktunar um það að fela ráðherra að skoða hvaða lagabreytingar þurfi til þess að koma í veg fyrir að svona staðir, þar sem að grunur á refsiverðri háttsemi í skjóli annarar, löglegrar starfsemi og við viljum koma í veg fyrir svona kampavínsstaði,“ segir Björk.

Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum flokkum, nema framsóknarflokki.

Björk segir að á að á kampavínsklúbbunum sé verið að gera út á nekt starfsmanna, sem sé ólöglegt. Mikilvægt sé að skerpa á ramma laganna í þessum skilningi.

„Núna vantar okkur löggjöf til þess að geta tekið á þessu, en það vita allir hver vandinn er. Lagaramminn er bara ekki nógu skýr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×