Innlent

Bannað að spotta eða smána transfólk

Jakob Bjarnar skrifar
Markmiðið er að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda.
Markmiðið er að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem er gert refsivert að hæðast að transfólki.

Í þingskjali sem fylgir með lagabreytingunni kemur meðal annars fram að frumvarpið sé samið af refsiréttarnefnd að tilstuðlan Hönnu Birnu. Frumvarpið er liður í þeirri endurskoðun „sem undanfarið hefur átt sér stað á réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda (transfólks),“ eins og segir í skjalinu:

„Markmiðið er annars vegar að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda,“ en að auki er frumvarpið samið vegna fyrirhugaðrar fullgildingar Íslands á viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.

Um er að ræða breytingar á ákvæðum 180. og 233. gr. a almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.