Innlent

Bannað að spotta eða smána transfólk

Jakob Bjarnar skrifar
Markmiðið er að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda.
Markmiðið er að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem er gert refsivert að hæðast að transfólki.

Í þingskjali sem fylgir með lagabreytingunni kemur meðal annars fram að frumvarpið sé samið af refsiréttarnefnd að tilstuðlan Hönnu Birnu. Frumvarpið er liður í þeirri endurskoðun „sem undanfarið hefur átt sér stað á réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda (transfólks),“ eins og segir í skjalinu:

„Markmiðið er annars vegar að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda,“ en að auki er frumvarpið samið vegna fyrirhugaðrar fullgildingar Íslands á viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.

Um er að ræða breytingar á ákvæðum 180. og 233. gr. a almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.