Pólitíkin: Erfið staða Íbúðalánasjóðs kemur engum á óvart Höskuldur Kári Schram skrifar 18. október 2013 20:35 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að starfsemi Íbúðalánasjóðs verði ekki bjargað og tapið muni að lokum lenda á skattgreiðendum. Mikil óvissa hefur ríkt um stöðu Íbúðalánasjóðs en frá árinu 2010 hefur ríkissjóður lagt rúma 40 milljarða í sjóðinn til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að sjóðurinn fái 4,5 milljarða frá ríkinu. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, gerir ekki athugasemdir við ummæli Unnar og segir að erfið staða sjóðsins eigi ekki að koma neinum á óvart. Eygló er gestur í þættinum Pólitíkin á Vísir.is „Staða sjóðsins er erfið og það hefur legið fyrir í töluverðan tíma. Viðbrögð markaðarins við ummælum forstjóra Fjármálaeftirlitsins endurspegluðu það. Menn vita ósköp vel hvernig staðan er hjá sjóðnum. Við erum ekki sátt við það að þurfa að leggja sjóðnum til allt að því fimm milljarða árlega. Það er verið að leita leiða til að gera viðskiptamódelið sjálfbært. Við erum búin að skipa hóp sem snýr að framtíðarskipan húsnæðismála, hvernig við viljum sjá það fyrir okkur til framtíðar, og síðan samhliða því er verið að fara yfir það sem snýr að fortíðarvandanum. Ég geri engar athugasemdir við orð forstjóra FME. Áður fyrr var það gagnrýnt að þeir sem voru að sinna eftirlitshlutverki væru ekki að koma á framfæri upplýsingum til stjórnvalda. Við höfum fundað með FME og farið yfir stöðu sjóðsins og ég tel að FME sé bara að sinna sínum skyldum,“ segir Eygló. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að starfsemi Íbúðalánasjóðs verði ekki bjargað og tapið muni að lokum lenda á skattgreiðendum. Mikil óvissa hefur ríkt um stöðu Íbúðalánasjóðs en frá árinu 2010 hefur ríkissjóður lagt rúma 40 milljarða í sjóðinn til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að sjóðurinn fái 4,5 milljarða frá ríkinu. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, gerir ekki athugasemdir við ummæli Unnar og segir að erfið staða sjóðsins eigi ekki að koma neinum á óvart. Eygló er gestur í þættinum Pólitíkin á Vísir.is „Staða sjóðsins er erfið og það hefur legið fyrir í töluverðan tíma. Viðbrögð markaðarins við ummælum forstjóra Fjármálaeftirlitsins endurspegluðu það. Menn vita ósköp vel hvernig staðan er hjá sjóðnum. Við erum ekki sátt við það að þurfa að leggja sjóðnum til allt að því fimm milljarða árlega. Það er verið að leita leiða til að gera viðskiptamódelið sjálfbært. Við erum búin að skipa hóp sem snýr að framtíðarskipan húsnæðismála, hvernig við viljum sjá það fyrir okkur til framtíðar, og síðan samhliða því er verið að fara yfir það sem snýr að fortíðarvandanum. Ég geri engar athugasemdir við orð forstjóra FME. Áður fyrr var það gagnrýnt að þeir sem voru að sinna eftirlitshlutverki væru ekki að koma á framfæri upplýsingum til stjórnvalda. Við höfum fundað með FME og farið yfir stöðu sjóðsins og ég tel að FME sé bara að sinna sínum skyldum,“ segir Eygló.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira