Innlent

Gott fyrir eldri borgara að búa á Íslandi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Eftirlaunaþegar á Íslandi hafa það ágætt samkvæmt nýrri vísitölu sem mælir lífsskilyrði eldra fólks
Eftirlaunaþegar á Íslandi hafa það ágætt samkvæmt nýrri vísitölu sem mælir lífsskilyrði eldra fólks Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Best er að búa í Svíþjóð fyrir gamalt fólk en verst er að búa í Afganistan, samkvæmt nýrri vísitölu Global AgeWatch sem mælir eftirlaun og önnur réttindi og lífsskilyrði eftirlaunaþega.

Þetta kemur fram í Guardian.

Ísland er í níunda sæti listans. Svíþjóð er efst, svo kemur Noregur, Þýskaland, Holland, Kanada, Sviss, Nýja-Sjáland, Bandaríkin og svo Ísland.

Listinn er byggður á mælingum á innkomu og heilsuvernd, atvinnu- og menntun og almennur stuðningur frá samfélaginu.

Samkvæmt listanum er Ísland í fimmtánda sæti þegar það kemur að öryggi innkomu, níunda sæti í heilsuvernd, átjánda sæti í atvinnu- og menntun og sjöunda sæti í stuðningneti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×