Innlent

Birgitta fékk sæti Árna Johnsen

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Mikil spenna var í þingmönnum þegar kom að því að raða í sæti í Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, pírati, fékk gamla stólinn hans Árna Johnsen og þingmaður Bjartar framtíðar átti í stökustu vandræðum með að hafa upp á sínum nýja samastað í þingsal.

Hefðinni samkvæmt var hlutað um sæti þingmanna á þingsetningarfundi í dag en þetta er gert í upphafi hvers þings. Til þess eru notaðar tölusettur kúlur. Sem fyrr var spennan mikil í þingmönnum og eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan var andrúmsloftið rafmagnað þegar fyrstu tölurnar í happdrættinu litu dagsins ljós.

Og það er til mikils að vinna og ekki verra að fá gott fótapláss og frið frá myndavélunum. Af helstu fréttum af úthlutun sæta ber að nefna Birgittu Jónsdóttur, pírata, en hún datt í lukkupottinn með Birgi Ármannsson sem sessunaut og gamla stólinn hans Árna Johnsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×