Innlent

Ársgamall drengur slapp ómeiddur úr árekstri

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Frá slysstað í Hafnarfirði í kvöld.
Frá slysstað í Hafnarfirði í kvöld. Mynd/Grétar
Árekstur varð á milli tveggja bíla á gatnamótum Strandgötu og Suðurbrautar í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í kvöld. Bíll keyrði inn í hliðina á öðrum bíl sem ók á móti og voru báðir bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Ökumaður bílsins sem olli árekstrinum var fluttur með sjúkrabíl vegna eymsla í hálsi. Hinn ökumaðurinn kenndi sér einnig eymsla í hálsi en afþakkaði sjúkrabíl.

Ársgamall drengur var í bílnum sem ekið var utan í en komst hann án meiðsla frá árekstrinum. Tafir urðu á umferð á slysstað og þurfti að loka fyrir umferð um tíma. Umferð komst fljótlega aftur á eftir að hlúð hafði verið að hinum slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×