Innlent

Segja framkvæmdastjóra lækninga óstarfhæfan vegna veikinda

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Mynd/365
Fimm læknar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sendu framkvæmdastjóra stofnunarinnar bréf fyrir mánuði og kröfðust þess að Þorsteini Jóhannessyni, framkvæmdastjóra lækinga við stofnunina og skurðlækni, yrði tafarlaust vikið frá störfum vegna veikinda, dómgreindarleysis og minnistruflana. RÚV greindi frá þessu í gær.

Læknarnir telja að Þorsteinn sé hvorki fær til að framkvæma aðgerðir á sjúklingum né standa skurðlæknavaktir vegna veikinda sem hann eigi við að stríða. Þorsteinn vísar þessum fullyrðingum kollega sína á bug en hefur þó fallist á að fara í veikindaleyfi. Hann snéri aftur til starfa í síðustu viku.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa nú þrír læknar. Einn læknir hefur hætt störfum og einn er í leyfi. Læknarnir þrír sem eftir eru, auk Þorsteins, sendu bréf á föstudag til Þrastar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þar sem þeir segja að Þorsteinn sé óstarfhæfur vegna veikinda sinna, dómgreindarleysis, skorti algjörlega samstarfsvilja og áberandi minnistruflana.

Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða er staddur í Reykjavík og vinnur að lausn málsins með aðstoð ráðuneytisins. Ekki náðist í hann í dag vegna málsins né landlækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×