Milljarðar fyrir hausa, roð og bein Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2013 08:00 Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira