Móðir drengs með ADHD: "Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög" Hrund Þórsdóttir skrifar 6. október 2013 18:30 Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Kennari og skólayfirvöld grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu frömdu lögbrot með slæmri framkomu sinni gagnvart dreng með ADHD, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns barna. Móðir drengsins kveðst sífellt reka sig á veggi í kerfinu og segir að skólastarfsmenn virðist hafnir yfir lög. Undanfarið höfum við fjallað um ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum. Margir foreldrar barna með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD, segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólana og yfirvöld. Þar á meðal er reykvísk móðir 12 ára drengs. Í fyrstu gekk skólagangan vel en með nýjum kennara tók fljótt að halla undan fæti. Ákveðið var að mæta þörfum hans með góðum sérkennara til að veita honum athvarf frá bekkjarlífinu en móðirin segir kennarann fljótt hafa hætt að leyfa drengnum að vera nokkuð með bekknum. „Þetta athvarf var bara orðið að einangrun,“ segir móðirin. Að sögn hennar komst einangrunin á það stig að drengnum var ekki boðið í skólaferðalög og aðra viðburði og eitt sinn var henni tilkynnt síðla föstudags að hann væri óvelkominn í sveitaferð skólans á mánudeginum. Hún hafi ekki fengið svigrúm til að mæta sjálf eða útvega aðra fylgd með drengnum. „Þannig að það var bara búið að ákveða fyrirfram að barnið væri ekki að fara og mér var tilkynnt það,“ segir hún. Þetta hafi tekið mikið á drenginn. Hún segir hann hafa verið félagslega sterkan en útskúfun kennarans hafi smitað út frá sér og drengurinn til dæmis hætt að fá boð í afmæli hinna barnanna. Þá hafi hann ekki fengið lögbundna sundkennslu í þrjú ár og skólinn aldrei tilkynnt henni það. Hún á fleiri börn og tekur skýrt fram að oftast séu starfsmenn skólanna til fyrirmyndar. Hún er líka mjög ánægð með skólann sem drengurinn er í eftir að hann var færður um set, en fyrir liggur að hann þurfi að snúa aftur í sinn gamla skóla. Alls hefur hann þurft að ganga í fimm skóla og á einum tímapunkti segir móðirin að fjölskyldan hafi þurft að flytja svo hann fengi boðlegt skólaúrræði. Skóli án aðgreiningar var innleiddur fyrir nokkrum árum og hún segir að verðandi kennurum standi til boða áfangar til að læra um frávik barna en að fáir nýti sér þá. „En hvernig í ósköpunum eiga þá kennarar að geta mætt þörfum þessara barna?“ spyr móðirin. Málið hefur þvælst í kerfinu í nokkur ár og móðirin kveðst alls staðar reka sig á veggi. Umboðsmaður barna hafi staðfest að framkoma kennarans og skólans sé lögbrot en ekkert sé þó aðhafst. „Kennarar og skólastjórnendur eru bara hafnir yfir lög, sem kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira