Innlent

Borgin tekur á sig nýja mynd

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Snjórinn í morgun hefur bæði valdið borgarbúum vandræðum og vakið kátínu. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri á næstu dögum.

Söltun hófst hjá Reykjavíkurborg klukkan fjögur í nótt og hafa öll tiltæk tæki borgarinnar verið að síðan þá. Byrjað var að moka klukkan sex og er enn verið að moka þar sem verst er í efri byggðum, samkvæmt upplýsinga stjóra Reykjavíkurborgar, Bjarna Brynjólfssyni.

Seinkun var á öllum leiðum Strætó í morgun og hafa bílstjórar verið í allan morgun að koma sér á réttan tíma.

Yngsta kynslóðin tekur þó snjónum fagnandi og nýtur sín vel úti við sem stendur.

Sumrinu sem aldrei kom er lokið.
Börnin skemmta sér vel.
Borgin tekur á sig nýja mynd.
Veðurstofan spáir hlýnandi veðri á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×