Innlent

Hundruð fastir á Fjarðarheiði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um er að ræða ferðamenn sem komu með Norrænu til Seyðifjarðar og var í dagsferð á Héraði.
Um er að ræða ferðamenn sem komu með Norrænu til Seyðifjarðar og var í dagsferð á Héraði.
Hundruð ferðamanna hafa setið fastir á Fjarðarheiði frá því klukkan sex í kvöld og vinna björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði nú að því að selflytja fólkið til Seyðisfjarðar, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu.

Um er að ræða ferðamenn sem komu með Norrænu til Seyðifjarðar og var í dagsferð á Héraði. Voru þeir á fjórum rútum, alls hátt í 300 manns. Glærahálka var á Fjarðarheiði og komust bílarnir því ekki niður brekkuna til Seyðisfjarðar á bakaleiðinni.

Allir tiltækir bílar frá björgunarsveitunum, og tvær minni rútur frá Seyðisfirði, eru notaðir við flutningana. Engin slys hafa orðið á fólki en hluti þess var verulega skelkaður. Því voru félagar úr Rauða krossi Íslands boðaðir í Norrænu þar sem þeir veita fólkinu áfallahjálp.

Einni rútunni var ekið til Seyðisfjarðar eftir að búið var að losa farþegana úr henni en hinar þrjár eru enn á heiðinni. Búist er við að verkinu ljúki í kringum miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×