Innlent

Aðallega útlendingar sem lenda í vandræðum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
G. Pétur segir að það hafi reynst erfitt að ná til erlendra ferðamanna og vara þá við ófærð.
G. Pétur segir að það hafi reynst erfitt að ná til erlendra ferðamanna og vara þá við ófærð. mynd/vegagerðin
„Við náum vel til Íslendinga með hefðbundnum miðlum, þeir fylgjast með vefsíðunni okkar og umfjöllun í fjölmiðlum,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um athugasemdir íslenskrar málverndar vegna þeirrar ákvörðunar Vegagerðarinnar að hafa upplýsinga- og viðvörunarskilti á ensku. 

Hann segir að ljósaskiltin sem eru skiltin sem um ræðir, séu ekki það mörg og um sé að ræða fá tilvik þar sem þetta þarf að gerast. Þar vísar hann til þess að á skiltum standi „closed“ en ekki „lokað“ þegar loka þarf vegum vegna ófærðar.

G. Pétur segir að það hafi reynst erfitt að ná til erlendra ferðamanna og nefnir dæmi þar sem erlendir ferðamenn lentu í vandræðum á Suð-austurlandi um daginn þar sem þeir fóru yfir veg sem var ófær vegna veðurs.

„Það hefur sýnt sig að það eru eingöngu útlendingar sem eru að lenda í vandræðum,“ segir hann.

Hann segir að þó sé verið að vinna að lausnum með framleiðendum skiltanna þannig að það verði hægt að nota bæði íslensku og ensku til að koma boðum til vegfarenda um lokaða eða ófæra vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×