Innlent

Málflutningur um kröfu umhverfissamtaka fer fram á fimmtudag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lagning Álftanesvegar um Gálgahraun er umdeild og hafa Hraunavinir staðið vaktina síðustu daga.
Lagning Álftanesvegar um Gálgahraun er umdeild og hafa Hraunavinir staðið vaktina síðustu daga. mynd/gva
Málflutningur um kröfu fernra umhverfissamtaka, um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í Gálgahraunsmálinu, fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði vísað lögbannsbeiðni samtakanna frá á þeim grunni að þau ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu, sem snýr að lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun.

Telja samtökin hins vegar að skýr ákvæði tilskipunar um mat á umhverfisáhrifum, sem er hluti af EES-samningnum, tryggi þeim raunverulega aðkomu að málum þegar hagsmunir náttúrunnar eru í húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×