Fótbolti

Drogba og félagar þurftu að flýja völlinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Öryggisgæslan fékk að finna fyrir því.
Öryggisgæslan fékk að finna fyrir því. MYND:AFP
Nokkur hundruð áhorfendur ruddust inn á völlinn og stöðvuðu með því viðureign Galatasaray og Besiktas í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta á ólympíuleikvanginum í Istanbul í kvöld.

Lögreglan þurfti að nota táragas til að tæma völlinn eftir að áhorfendurnir ruddust inn á völlinn í kjölfarið að Felipe Melo miðjumaður Galatasaray fékk að líta rauða spjaldið.

Komið var fram á þriðju mínútu uppbótartíma en Didier Drogba hafði skorað í tvígang fyrir Galatasaray sem var 2-1 yfir. Leikmenn þurftu að taka á sprett til að komast inn í búningsklefa þegar æstur múgurinn réðst inn á völlinn.

Pólitískar erjur hafa verið ólgandi í Istanbul stærstu borg Tyrklands í sumar vegna áforma borgarstjórnar um að fjarlægja garð í miðri Taksim. Pólitískur hópur stuðningsmanna Besiktas, Carsi, var áberandi í ófriðsömum mótmælum í sumar og er talið að hópurinn hafi notað tækifærið nú þegar fyrsti borgarslagur tímabilsins var háður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×