"Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. september 2013 19:50 Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira