Innlent

„Íslenskt skyr - made in Sweden"

Boði Logason skrifar
„Afhverju fá ekki íslenskar hendur að vinna þessi störf? Afhverju fá ekki íslenskir bændur að vinna þessa mjólk?“
„Afhverju fá ekki íslenskar hendur að vinna þessi störf? Afhverju fá ekki íslenskir bændur að vinna þessa mjólk?“ Mynd/Vísir.is
„Skilaboð ríkisstjórnarinnar til landsbyggðarinnar er: Ykkar bíður einhæft atvinnulíf og fáir kostir,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingstarfa á Alþingi í dag.

Árni Páll sagði að það vantaði sóknartækifæri í ríkisstjórnina, og nefndi sem dæmi IPA-styrkina sem hafa verið settir á ís.

„Þeir gáfu fyrirheit um fjölbreytta atvinnuþróun vítt og breitt um landið. Á sama tíma sjáum við tækifæri sem hægt væri að nýta. Við sjáum fréttir af því að mjólkursamsalan sé að njóta arðs af því að framleiða út í öðrum löndum, Norðurlöndunum, skyr til neyslu vegna þess að þar er bullandi eftirspurn eftir íslensku skyri. En vegna þess að við erum bundin höftum, höfum við ekki aðgang að hinum evrópska markaði sem við hefðum með aðild að Evrópusambandinu, þá flytjum við þessi störf úr landi. Íslenskt skyr - made in Sweden,“ sagði hann.

„Afhverju fá ekki íslenskar hendur að vinna þessi störf? Afhverju fá ekki íslenskir bændur að vinna þessa mjólk?“

„Við þurfum sóknarstefnu þar sem alvöru tækifæri eru nýtt. Þar sem við sækjum fram vegna þess að okkar sterkustu fyrirtæki vaxa ekki í höftum. (...) Þetta er land tækifæranna, Ísland er land tækifærana. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem eyðir öllu afli sínu í að þjóna fámennri forréttindastétt - við þurfum ríkisstjórn sem treystir sér til að nýta tækifærin,“ sagði Árni Páll.

Hlusta má á ræðu Árna Páls hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×