Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Victor skoraði sitt annað mark í deildinni í dag.
Guðlaugur Victor skoraði sitt annað mark í deildinni í dag. Nordicphotos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson var á skotskónum með liði sínu NEC Nijmegen sem gerði 3-3 jafntefli við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Guðlaugur Victor var venju samkvæmt í byrjunarliði NEC og spilaði á miðjunni. Feyenoord komst í 1-0 og aftur í 2-1 á 67. mínútu en Guðlaugur Victor jafnaði af stuttu færi eftir aukaspyrnu á 69. mínútu.

Samuel Stefánik kom heimamönnum í 3-2 stundarfjórðungi fyrir leikslok og allt stefndi í fyrsta sigur NEC á leiktíðinni. Rolando Martins Indi jafnaði hins vegar metin fyrir gestina á lokamínútunni.

NEC hefur þrjú stig eftir sex leiki og er í bullandi botnbaráttu. Feyenoord hefur sjö stig rétt fyrir neðan miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×