Innlent

Margrét Edda Gnarr heimsmeistari

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Margrét Edda Gnarr heimsmeistari
Margrét Edda Gnarr heimsmeistari
Margrét Edda Gnarr stóð uppi sem sigurvegari í sínum hæðarflokki á heimsmeistaramóti IFBB í Bikini Fitness fyrr í dag en hún er fyrst Íslendinga til að hljóta þennan titil.



Margrét Edda var í flokki keppenda undir 168 sentímetra hæð, en skráðar voru 32 stúlkur í hennar flokki.  Í sama flokki keppti önnur íslensk stúlka, Olga Helena Ólafsdóttir. Íslendingar áttu einnig þátttakendur í flokki keppenda yfir 168 sentímetra hæð en það voru þær Karen Lind Richardsdóttir Thompson og Auður Jóna Guðmundsdóttir.



Mótið fór fram í Kiev í Úkraínu og hafa íslensku stúlkurnar dvalið þar síðan á miðvikudag. Þetta er stærsta áhugamannamótið sem IFBB-sambandið heldur á ári hverju. Hægt er að sjá myndir frá mótinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×