Innlent

71,8% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hjartað í Vatnsmýri lét gerði könnun meðal höfuðborgarbúa.
Hjartað í Vatnsmýri lét gerði könnun meðal höfuðborgarbúa. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og 87,2% sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.

Þetta kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. Þeir sem töku afstöðu voru 287 en alls tóku 330 manns af höfuðborgarsvæðinu þátt í könnunninni.  

Stuðningur með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri skiptist svo eftir flokkum á Alþingi:

B: Framsóknarflokkur 89,2%
D: Sjálfstæðisflokkur 87,2%
S: Samfylking 44,9%
V: Vinstrihreyfing 65,1%
A: Björt framtíð 62,6%
Þ: Píratar 46,3%

Könnunin fór fram dagana 9. til 11. september 2013. 87% aðspurðra íbúa í Reykjavík tóku afstöðu. Spurt var: „Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“

Tæplega 67.200 manns hafa skrifað undir áskorun á lending.is um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.

Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir niðurstöður könnunarinnar ekki koma á óvart. „Þetta er það sem við áttum von á og það er gott að fá það staðfest,“ segir Friðrik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.