71,8% íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og 87,2% sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Þetta kemur fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri. Þeir sem töku afstöðu voru 287 en alls tóku 330 manns af höfuðborgarsvæðinu þátt í könnunninni.
Stuðningur með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri skiptist svo eftir flokkum á Alþingi:
B: Framsóknarflokkur 89,2%
D: Sjálfstæðisflokkur 87,2%
S: Samfylking 44,9%
V: Vinstrihreyfing 65,1%
A: Björt framtíð 62,6%
Þ: Píratar 46,3%
Könnunin fór fram dagana 9. til 11. september 2013. 87% aðspurðra íbúa í Reykjavík tóku afstöðu. Spurt var: „Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“
Tæplega 67.200 manns hafa skrifað undir áskorun á lending.is um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.
Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir niðurstöður könnunarinnar ekki koma á óvart. „Þetta er það sem við áttum von á og það er gott að fá það staðfest,“ segir Friðrik.
71,8% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
