Segir Á allra vörum auka á fordóma í garð geðsjúkdóma Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. september 2013 13:51 "Það sem að sló mig mest voru svarthvítu auglýsingarnar - myndir af fallegu fólki þar sem það er brotið í framan. Myndirnar sýna algjört vonleysi og mikla sorg,“ segir Auður. mynd/365 „Ásýnd átaksins Á allra vörum er hvorki til þess fallið að efla þekkingu á geðsjúkdómum eða gefa fólki von um bata,“ segir Auður Axelsdóttir sem hefur sent ábendingu til átaksins og til RÚV vegna umfjöllunar þeirra um geðsjúkdóma. Auður er forstöðumaður geðheilsumiðstöðvar innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún er líka einn af stofnendum Hugarafls, samtaka sem beita sér gegn fordómum í garð geðraskana og sjá um fræðslu fyrir fólk sem er með slíkar raskanir. Hún segir að átakið Á allra vörum, eins og það er sett upp, ýti frekar undir fordóma og sé jafnvel til þess fallið taka von um bata frá fólki. „Það sem að sló mig mest voru svarthvítu auglýsingarnar - myndir af fallegu fólki þar sem það er brotið í framan. Myndirnar sýna algjört vonleysi og mikla sorg,“ segir Auður. Auður segir að þeir sem hafi barist gegn fordómum í garð geðraskana líði eins og farið sé nokkur ár aftur í tímann með nýju auglýsingunum. Auður tekur þó fram að hún sé mjög ánægð með að verið sé að safna fyrir geðgjörgæsludeild þar sem aðbúnaður fyrir geðsjúka á Landspítalanum hafi ekki verið nægilega góður. „Það er full þörf á að bæta aðstöðuna á Landspítalanum og þetta er skref í þá átt og því fagna ég,“ segir Auður. Hún segir gríðarlegan sársauka fylgja því að fást við geðsjúkdóma. Það sé alltaf mikilvægt að fólk hafi von og það sé hættulegt að taka vonina frá því.Mikilvægt að fólk viti að það er von „Fókusinn í þessari herferð hefði getað verið allt annar, hann hefði miklu frekar átt að vera í þá átt að efla þekkingu um batalíkur. Það hefði frekar átt að ræða það hversu miklar líkur eru á að fólk nái bata þó það sé komið í öngstræti og því líði hörmulega á stundum,“ segir hún. Auður hefur starfað með fólki með geðraskanir í um 20 ár og leggur á það áherslu að langstærsti hluti fólksins fari aftur út í lífið í fullum bata. Það er eitthvað sem hún og þeir sem starfa með veiku fólki sjái á hverjum degi. Einn af hverjum þremur til fjórum ganga í gegnum geðræna erfiðleika einhvern tímann á ævinni. Hópurinn sé mjög breiður og flóran mismunandi og sjúkdómarnir miserfiðir. „Því miður getur þetta átak gefið fólki ranga mynd af geðsjúkdómum. Ég var voða kát þegar ég sá sjónvarpsauglýsinguna fyrst þar sem hún var litrík og falleg. En þegar ég hafði horft á auglýsinguna til enda, runnu á mig tvær grímur. Mamman er sýnd veik og það líður heilt ár og ekkert gerist í veikindum mömmunnar, hún var enn jafn veik. Skilaboðin eru svolítið að þetta sé alveg vonlaust.“ Hún segir að fólk þurfi alltaf að hafa von og vonin um bata sé mikil fyrir fólki með geðraskanir. Fjöldi rannsóknir sýni að fólk geti náð góðum bata. Ef fólk trúi því ekki og viti ekki að því getur batnað, verður allt bataferlið mun erfiðara. „Fólk sem eygir von um bata fer allt öðruvísi inn í bataferlið. Það leggur öðruvísi af stað. Það tekur öðruvísi ábyrgð á veikindunum. Það er alvarlegt þegar fólk hefur ekki von, vonleysið er mjög hættulegt,“ segir Auður. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ásýnd átaksins Á allra vörum er hvorki til þess fallið að efla þekkingu á geðsjúkdómum eða gefa fólki von um bata,“ segir Auður Axelsdóttir sem hefur sent ábendingu til átaksins og til RÚV vegna umfjöllunar þeirra um geðsjúkdóma. Auður er forstöðumaður geðheilsumiðstöðvar innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún er líka einn af stofnendum Hugarafls, samtaka sem beita sér gegn fordómum í garð geðraskana og sjá um fræðslu fyrir fólk sem er með slíkar raskanir. Hún segir að átakið Á allra vörum, eins og það er sett upp, ýti frekar undir fordóma og sé jafnvel til þess fallið taka von um bata frá fólki. „Það sem að sló mig mest voru svarthvítu auglýsingarnar - myndir af fallegu fólki þar sem það er brotið í framan. Myndirnar sýna algjört vonleysi og mikla sorg,“ segir Auður. Auður segir að þeir sem hafi barist gegn fordómum í garð geðraskana líði eins og farið sé nokkur ár aftur í tímann með nýju auglýsingunum. Auður tekur þó fram að hún sé mjög ánægð með að verið sé að safna fyrir geðgjörgæsludeild þar sem aðbúnaður fyrir geðsjúka á Landspítalanum hafi ekki verið nægilega góður. „Það er full þörf á að bæta aðstöðuna á Landspítalanum og þetta er skref í þá átt og því fagna ég,“ segir Auður. Hún segir gríðarlegan sársauka fylgja því að fást við geðsjúkdóma. Það sé alltaf mikilvægt að fólk hafi von og það sé hættulegt að taka vonina frá því.Mikilvægt að fólk viti að það er von „Fókusinn í þessari herferð hefði getað verið allt annar, hann hefði miklu frekar átt að vera í þá átt að efla þekkingu um batalíkur. Það hefði frekar átt að ræða það hversu miklar líkur eru á að fólk nái bata þó það sé komið í öngstræti og því líði hörmulega á stundum,“ segir hún. Auður hefur starfað með fólki með geðraskanir í um 20 ár og leggur á það áherslu að langstærsti hluti fólksins fari aftur út í lífið í fullum bata. Það er eitthvað sem hún og þeir sem starfa með veiku fólki sjái á hverjum degi. Einn af hverjum þremur til fjórum ganga í gegnum geðræna erfiðleika einhvern tímann á ævinni. Hópurinn sé mjög breiður og flóran mismunandi og sjúkdómarnir miserfiðir. „Því miður getur þetta átak gefið fólki ranga mynd af geðsjúkdómum. Ég var voða kát þegar ég sá sjónvarpsauglýsinguna fyrst þar sem hún var litrík og falleg. En þegar ég hafði horft á auglýsinguna til enda, runnu á mig tvær grímur. Mamman er sýnd veik og það líður heilt ár og ekkert gerist í veikindum mömmunnar, hún var enn jafn veik. Skilaboðin eru svolítið að þetta sé alveg vonlaust.“ Hún segir að fólk þurfi alltaf að hafa von og vonin um bata sé mikil fyrir fólki með geðraskanir. Fjöldi rannsóknir sýni að fólk geti náð góðum bata. Ef fólk trúi því ekki og viti ekki að því getur batnað, verður allt bataferlið mun erfiðara. „Fólk sem eygir von um bata fer allt öðruvísi inn í bataferlið. Það leggur öðruvísi af stað. Það tekur öðruvísi ábyrgð á veikindunum. Það er alvarlegt þegar fólk hefur ekki von, vonleysið er mjög hættulegt,“ segir Auður.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira