Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. september 2013 18:30 Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira