Innlent

Nelson Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Læknar Mandela eru fullvissir um að hann fái fullnægjandi læknismeðferð á heimili sínu.
Læknar Mandela eru fullvissir um að hann fái fullnægjandi læknismeðferð á heimili sínu.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Pretoríu. Hann dvelur nú á heimili sínu í Jóhannesarborg þar sem hann verður áfram undir umsjá lækna.

Mandela var lagður inn á sjúkrahús í júní á þessu ári með alvarlega lungnasýkingu og um tíma var honum vart hugað líf. Talið er að lungnasýkingin eigi uppruna sinn í berklasýkingu sem Mandela sýktist af þegar hann sat í fangelsi fyrir að mótmæla kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.

Læknar Mandela eru fullvissir um að hann fái fullnægjandi læknismeðferð á heimili sínu en undirstrika þó að ástand hans sé enn alvarlegt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×