Fótbolti

AZ Alkmaar misstu af þremur stigum á lokametrunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í 1-1 jafntefli gegn Vitesse í hollensku úrvaldsdeildinni. Aron Jóhannsson byrjaði á bekknum en kom inná þegar rúmlega 70 mínútur voru búnar af leiknum.

AZ náði forskotinu þegar hægri bakvörðurinn Mattias Johansson skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu Maarten Martens. Gestirnir gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að jafna metin þegar skammt var til leiksloka þegar Jonathan Reis skoraði á 87. mínútu. Heimamenn náðu ekki að bæta við marki og skildu liðin því jöfn.

Aron Jóhannsson byrjaði á bekknum og spilaði aðeins tuttugu mínútur í leiknum en hann var eitthvað tæpur fyrir leik vegna meiðsla. AZ Alkmaar er með sjö stig eftir fimm leiki, sex stigum eftir toppliði PEC Zwolle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×