Fótbolti

Sonur Tim Cahill söng þjóðsönginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tim Cahill
Tim Cahill Mynd/Gettyimages
Tim Cahill, miðjumaður New York Red Bulls mun líklegast seint gleyma gærkvöldinu. Í fjarveru Thierry Henry fékk Cahill fyrirliðabandið.

Það var þó ekki allt, í upphafi leiks þegar Tim leiddi liðið frá búningsklefum var með honum fremstur í flokki sonur hans, Kyah Cahill sem söng síðar ameríska þjóðsönginn.

Þetta virtist gera gamla manninum gott því Tim skoraði sigurmark leiksins með skalla þegar skammt var eftir af seinni hálfleik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×