Innlent

205 nýnemar í lagadeild HÍ

Elimar Hauksson skrifar
Laganemar á fyrsta ári fylltu salinn í Skriðu í Stakkahlíð í morgun.
Laganemar á fyrsta ári fylltu salinn í Skriðu í Stakkahlíð í morgun. Myndir/Vilhelm
Bekkurinn var þétt setinn í Stakkahlíð í morgun þar sem laganemar við Háskóla Íslands sátu sinn fyrsta fyrirlestur.

Meira en 200 nýnemar eru skráðir til náms í ár og er fjöldi þeirra sambærilegur og í fyrra.

Þessi árgangur sker sig þó úr þar sem búast má við að hann sé sá síðasti sem fer í gegnum fyrsta árið með hefðbundnu sniði en til stendur að taka upp inntökupróf við deildina.

Segja má að þessi hópur ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem venjan er að einungis þriðjungur þeirra sem þreyta próf í almennri lögfræði nái prófinu og fái með því að halda áfram uppá annað ár.

Einbeitningin skein úr andlitum laganemanna í Stakkahlíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×