Enski boltinn

Fellaini til Manchester United á 27,5 milljónir punda

Marouane Fellaini
Marouane Fellaini Mynd / Getty Images
Belginn Marouane Fellaini gekk í kvöld til liðs við Englandsmeistara Manchester United en félagið greiddi Everton 27,5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Þessi 25 ára miðjumaður gekkst undir læknisskoðun fyrr í kvöld og hefur nú skrifað undir samning við Manchester United.

Leikmaðurinn hefur verið á mála hjá Everton síðan 2008 en verið orðaður við United í allt sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×