Söfnuðu 6,5 milljónum fyrir sirkustjaldi Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. september 2013 00:01 Hægt verður að sjá íslenskan sirkus næsta sumar. Myndir/Sirkus Ísland. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hófst með samstilltu átaki,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack, meðlimur Sirkus Íslands. Hópurinn hefur undanfarin misseri staðið fyrir söfnun til kaupa á sirkustjaldi og náði í kvöld takmarki sínu. Alls hafa safnast um 40 þúsund evrur, eða 6,5 milljónir króna sem verður varið til kaupa á glæsilegu sirkustjaldi. Það verður því íslenskur sirkus næsta sumar á Íslandi. Söfnunin fór fram hjá Karolina Fund. „Við stofnuðum sirkusinn fyrir sex árum og höfum aðallega verið að sýna aðallega í leikhúsum sem hentar ekkert sérstaklega vel fyrir sirkus. Við vorum með tárin í augunum þegar við vorum að pakka niður eftir sirkussýningarnar í Vatnsmýrinni í sumar. Við ákváðum að ráðast í söfnun og að við höfum náð þessum áfanga er algjör draumur,“ segir Margrét.„Það er allt annað að sýna sirkus í alvöru tjaldi þar sem er setið allan hringinn. Það er allt önnur upplifun en að sjá þetta á hefðbundnu sviði. Þetta er stór áfangi fyrir okkur og það verður mikið ævintýri að fara með sirkusinn um allt land næsta sumar.“ Allir þeir sem hétu 15 evrum eða meira í verkefnið fá miða á sýningu sirkusins næsta sumar. Það eru því fjölmargir nú þegar búnir að kaupa miðann sinn á sýningar Sirkus Íslands næsta sumar. Meðlimir Sirkus Íslands eru um 30 talsins og ætluðu nokkrir þeirra að koma saman í kvöld til að fagna þessum tímamótum. Sirkus Íslands áformar að fara víða um land næsta sumar. Samhliða sýningum verða haldin námskeið þar sem ungir sem aldnir geta fengið tækifæri til að læra og spreyta sig í sirkus. Sirkus Íslands from Lee Nelson on Vimeo. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hófst með samstilltu átaki,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack, meðlimur Sirkus Íslands. Hópurinn hefur undanfarin misseri staðið fyrir söfnun til kaupa á sirkustjaldi og náði í kvöld takmarki sínu. Alls hafa safnast um 40 þúsund evrur, eða 6,5 milljónir króna sem verður varið til kaupa á glæsilegu sirkustjaldi. Það verður því íslenskur sirkus næsta sumar á Íslandi. Söfnunin fór fram hjá Karolina Fund. „Við stofnuðum sirkusinn fyrir sex árum og höfum aðallega verið að sýna aðallega í leikhúsum sem hentar ekkert sérstaklega vel fyrir sirkus. Við vorum með tárin í augunum þegar við vorum að pakka niður eftir sirkussýningarnar í Vatnsmýrinni í sumar. Við ákváðum að ráðast í söfnun og að við höfum náð þessum áfanga er algjör draumur,“ segir Margrét.„Það er allt annað að sýna sirkus í alvöru tjaldi þar sem er setið allan hringinn. Það er allt önnur upplifun en að sjá þetta á hefðbundnu sviði. Þetta er stór áfangi fyrir okkur og það verður mikið ævintýri að fara með sirkusinn um allt land næsta sumar.“ Allir þeir sem hétu 15 evrum eða meira í verkefnið fá miða á sýningu sirkusins næsta sumar. Það eru því fjölmargir nú þegar búnir að kaupa miðann sinn á sýningar Sirkus Íslands næsta sumar. Meðlimir Sirkus Íslands eru um 30 talsins og ætluðu nokkrir þeirra að koma saman í kvöld til að fagna þessum tímamótum. Sirkus Íslands áformar að fara víða um land næsta sumar. Samhliða sýningum verða haldin námskeið þar sem ungir sem aldnir geta fengið tækifæri til að læra og spreyta sig í sirkus. Sirkus Íslands from Lee Nelson on Vimeo.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira