Íslenski boltinn

Viðamiklar breytingar á Pepsi-deild karla | Lokaumferðin færð í heild sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leik Breiðabliks og Fylkis á dögunum.
Úr leik Breiðabliks og Fylkis á dögunum. Mynd/Daníel
Breyta hefur þurft tímasetningu á þrettán leikjum í Pepsi-deild karla í síðustu fjórum umferðunum. Breytingar voru birtar á heimasíðu KSÍ í dag.

Leikir Fram og ÍBV annars vegar og Vals og Breiðablik hins vegar hafa verið færðir frá fimmtudeginum 12. september til föstudagsins 13. september vegna leikja A-landsliðsins og U21 árs liðsins þann 10. september.

Af þeim sökum hafa verið gerðar breytingar á öðrum leikjum í kjölfarið.

FH - Valur, Breiðablik - Fram og ÍBV - Stjarnan sem fara áttu fram sunnudaginn 15. september verða nú spilaðir mánudaginn 16. september.

Þá fer leikur ÍBV og Vals, sem fresta þurfti á sunnudaginn var, fram fimmtudaginn 19. september. Viðureign ÍA og KR verður hins vegar ekki fyrr en viku síðar eða fimmtudaginn 26. september.

Lokaumferðin, sem átti upphaflega að fara fram laugardaginn 28. september, hefur verið færð til sunnudagsins 29. september. Í athugasemd við frétt á heimasíðu KSÍ kemur fram að hægt verði að spila lokaumferðina á laugardeginum óski félögin eftir því.

Nánar um breytingarnar á heimasíðu KSÍ.

Uppfært: Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir möguleika á að einstaka leikir í lokaumferðinni fari fram á laugardegi. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×