Fótbolti

20 þúsund miðar seldir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stade de Suisse er glæsilegur leikvangur.
Stade de Suisse er glæsilegur leikvangur. Nordicphotos/Getty
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Svisslendingum í undankeppni HM 2014 í Bern á föstudagskvöldið. Leikurinn fer fram á Stade de Suisse sem er heimavöllur BSC Young Boys.

Þegar hafa selst hátt í 20 þúsund miðar á leikinn en leikvangurinn tekur um 32 þúsund manns í sæti. Reiknað er með um 300 Íslendingum á leikinn.

Hluti stuðningsmanna íslenska liðsins ætlar að koma saman á Restaurant Eleven, veitingastað við leikvanginn, um klukkan 17 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu KSÍ. Leikurinn hefst klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×