Fótbolti

Kristianstad tapaði illa fyrir Linköping

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir Mynd / Stefán
Íslendingaliðið Kristianstad tapaði illa gegn Linköping, 3-1, á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í knattspyrnu.

Margrét Lára Viðarsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad en Sif Atladóttir var tekinn af velli í hálfleik hjá gestunum.

Guðný Björk Óðinsdóttir er sem fyrr fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Kristianstad er í 11. sæti deildarinnar með 14 stig en Linköping í því fimmta með 28 stig.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er aðeins einu sæti frá fallsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×