Enski boltinn

Manchester United reyndi líka að fá Sneijder

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Mynd/NordicPhotos/Getty
Það gekk fátt upp hjá Englandsmeisturum Manchester United í félagsskiptaglugganum sem lokaði á mánudagskvöldið. Það berast enn fréttir af mislukkuðu kaupum United því Wesley Sneijder hefur nú bæst í hóp þeirra leikmanna sem United tókst ekki að fá.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, var staðráðinn í að styrkja miðju liðsins og náði að lokum að kaupa Marouane Fellaini frá Everton fyrir 27,5 milljónir punda eða um 5,2 milljarða íslenskra króna.

Bulent Tulun, íþróttastjóri Galatasaray, segir að tyrkneska félagið hafi gefið strax afsvar þegar United gerði óformlega fyrirspurn um Wesley Sneijder. Hollenski miðjumaðurinn hefur margoft verið orðaður við United-liðið á síðustu árum.

United reyndi líka án árangurs að Ander Herrera frá Athletic Bilbao og Sami Khedira frá Real Madrid auk þess að það var orðrómur um að félagið hafi einnig reynt að stela Mesut Özil af Arsenal.

„Við fengum óformlegt tilboð í Sneijder fyrir tveimur vikum en við höfnuðum því strax. Það voru mörg félög sem vildu fá hann en við höfum ekki efni á því að láta hann fara," sagði Tulun við Milliyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×