Vægari refsingar fyrir kannabisræktun Hjörtur Hjartarson skrifar 4. september 2013 19:09 Kjartan Ægir Kristinsson, laganemi og lögreglumaður skrifaði BA ritgerð um það misræmi sem finna má í refsingum fyrir heimaræktun á kannabisefnum annarsvegar og innflutningi á kannabisefnum hinsvegar. Þar kemur meðal annars fram að aðeins einu sinni hefur ákæruvaldið talið að heimaræktun sé stórfellt fíkniefnabrot og það var fyrir mistök. Aðeins ríkissaksóknari getur gefið út ákæru sem varðar við brot á 173 grein hegningarlaga sem er stórfellt fíkniefnabrot. Lögreglustjórar geta gefið ákæru er varða önnur brot á fíkniefnalöggjöfinni. Ætla má að 12 kíló af kannabisefnum og 460 plöntur séu stórfelld fíkniefnabrot samkvæmt 173 grein hegningarlaganna. En það er þó ekki sjálfgefið því aldrei hefur verið gefin út ákæra hérlendis fyrir heimaræktun kannabisefna samkvæmt þessari grein utan einu sinni og það mun hafa verið fyrir mistök. Fullvíst má þó vera að ef reynt yrði að smygla 12 kílóum af kannabisefnum til landsins teldi ákæruvaldið að um stórfellt fikniefnabrot væri að ræða. Kjartan Ægir segir að þessu hefði hann komist við skrif ritgerðar sinnar. "Úr niðurstöðum mínum í þessari ritgerð komst ég að því að 173.grein a hegningarlaganna hefur aldrei verið beitt vegna brota á heimaræktun kannabisefna nema í einu undantekningatilfelli. Það er því greinilegt að það er vægari refsing við því að rækta hér heima en að flytja inn fíkniefnin", segir Kjartan Ægir.Kjartan Ægir KristinssonRefsiramminn fyrir minniháttar fíkniefnabrot er sex ár en 12 ár fyrir stórfelld fíkniefnabrot. "Það er í höndum lögreglunnar að rannsaka málið sem fer síðan til ákæruvaldsins innan lögreglunnar sem tekur síðan þá ákvörðun hvort málið verði sent til ríkissaksóknara sem tekur síðan ákvörðun um hvort ákært verði samkvæmt 173.grein hegningarlaganna. En ef lögreglustjórar fara með málið og gefa út ákæru er það bara samkvæmt ávana og fíkniefnalöggjöfinni sem er sex ára refsirammi en 12 ára refsirammi fyrir stórfelld fíkniefnabrot." Kjartan segir auðvelt að áætla að menn taki frekar áhættuna að rækta fíkniefni í heimahúsi í stað þess að flytja þau inn á meðan misræmið er svona mikið í refsingunum. "Mögulega er ein af þessum ástæðum sú að það eru gjaldeyrishöft í landinu og ég kem að því ritgerðinni minni. Það er einnig ástæða fyrir því að heimaræktun hefur aukist", segir Kjartan. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kjartan Ægir Kristinsson, laganemi og lögreglumaður skrifaði BA ritgerð um það misræmi sem finna má í refsingum fyrir heimaræktun á kannabisefnum annarsvegar og innflutningi á kannabisefnum hinsvegar. Þar kemur meðal annars fram að aðeins einu sinni hefur ákæruvaldið talið að heimaræktun sé stórfellt fíkniefnabrot og það var fyrir mistök. Aðeins ríkissaksóknari getur gefið út ákæru sem varðar við brot á 173 grein hegningarlaga sem er stórfellt fíkniefnabrot. Lögreglustjórar geta gefið ákæru er varða önnur brot á fíkniefnalöggjöfinni. Ætla má að 12 kíló af kannabisefnum og 460 plöntur séu stórfelld fíkniefnabrot samkvæmt 173 grein hegningarlaganna. En það er þó ekki sjálfgefið því aldrei hefur verið gefin út ákæra hérlendis fyrir heimaræktun kannabisefna samkvæmt þessari grein utan einu sinni og það mun hafa verið fyrir mistök. Fullvíst má þó vera að ef reynt yrði að smygla 12 kílóum af kannabisefnum til landsins teldi ákæruvaldið að um stórfellt fikniefnabrot væri að ræða. Kjartan Ægir segir að þessu hefði hann komist við skrif ritgerðar sinnar. "Úr niðurstöðum mínum í þessari ritgerð komst ég að því að 173.grein a hegningarlaganna hefur aldrei verið beitt vegna brota á heimaræktun kannabisefna nema í einu undantekningatilfelli. Það er því greinilegt að það er vægari refsing við því að rækta hér heima en að flytja inn fíkniefnin", segir Kjartan Ægir.Kjartan Ægir KristinssonRefsiramminn fyrir minniháttar fíkniefnabrot er sex ár en 12 ár fyrir stórfelld fíkniefnabrot. "Það er í höndum lögreglunnar að rannsaka málið sem fer síðan til ákæruvaldsins innan lögreglunnar sem tekur síðan þá ákvörðun hvort málið verði sent til ríkissaksóknara sem tekur síðan ákvörðun um hvort ákært verði samkvæmt 173.grein hegningarlaganna. En ef lögreglustjórar fara með málið og gefa út ákæru er það bara samkvæmt ávana og fíkniefnalöggjöfinni sem er sex ára refsirammi en 12 ára refsirammi fyrir stórfelld fíkniefnabrot." Kjartan segir auðvelt að áætla að menn taki frekar áhættuna að rækta fíkniefni í heimahúsi í stað þess að flytja þau inn á meðan misræmið er svona mikið í refsingunum. "Mögulega er ein af þessum ástæðum sú að það eru gjaldeyrishöft í landinu og ég kem að því ritgerðinni minni. Það er einnig ástæða fyrir því að heimaræktun hefur aukist", segir Kjartan.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira