Innlent

Stórfelldur svikari fyrir dóm

Mynd/Pjetur
Karlmaður á sextugsaldri er ákærður fyrir að hafa svikið út um 116 milljónir króna af sextán einstaklingum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Frá þessu er greint í kvöldfréttum RÚV.

Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin og er svikaferillinn hans lyginni líkastur. Honum hefur með persónutöfrum og sannfæringakrafti tekist að svíkja allt að 116 milljónum krónum út úr fjölda einstaklinga. Samkvæmt ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þá ná brot mannsins til ársins 2006. Flest brotin eru vegna gjaldeyrisviðskipta og féll fjöldi einstaklinga í gildru mannsins.

Um misháar upphæðir er að ræða en þeir sem urðu hvað verst fyrir barðinu á manninum greiddu honum um 16 milljónum króna. Sum fórnarlömb mannsins munu hafa misst nánast allt sitt og í verstu tilfellunum sitja einstaklingar í skuldasúpu eftir viðskipti við manninn.

Árið 1999 var maðurinn dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að svíkja tugi milljóna króna af aldraðri konu með alzheimers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×