Fótbolti

Ronaldo gerði þrennu fyrir Portúgal í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo með þrennu í kvöld.
Cristiano Ronaldo með þrennu í kvöld. Mynd / Getty Images
Portúgalinn Cristiano Ronaldo gerði, rétt eins og Jóhann Berg Guðmundsson, þrennu fyrir þjóð sína í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Norður Írlandi

á þeirra heimavelli.

Mörkin frá Ronaldo komu öll á 16 mínútna kafla og var hann sjóðandi í kvöld.

Portúgal er í efsta sæti riðilsins með 17 stig, Rússar eru með 15 og Ísraelar með 11 stig. Norður Írar eru með sex stig.

Norður-Írland - Portúgal  2-4

0-1 Bruno Alves (21.), 1-1 Gareth McAuley (36.), 2-1 Jamie Ward (52.), 2-2 Cristiano Ronaldo (68.), 2-3 Ronaldo (77.), 2-4 Ronaldo (83.).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×