Innlent

Sjálfstætt fólk hefst í kvöld 13. árið í röð

Dóri DNA verður gestur Jóns Ársæls í kvöld
Dóri DNA verður gestur Jóns Ársæls í kvöld Mynd/Anton Brink
Einn fyndnasti maður landsins verður gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki í kvöld.  Þar með hefur þátturinn göngu sína 13. árið í röð.

Að sögn Jóns Ársæls koma þeir víða við, félagarnir. Meðal annars setjast þeir að í húsi afa Dóra, nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness.

Húsið er nú orðið að safni eins og kunnugt er, en þarna dvaldist Dóri DNA löngum stundum með ömmu sinni og afa og vann síðar sem safnvörður í húsinu.

„Dóri DNA er með skemmtilegustu mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og hafa þeir þó verið helvíti margir sniðugir," segir Jón Ársæll sem lofar hörkugóðum þætti í kvöld og reyndar í allan vetur, en Sjálfstætt fólk hefur hlotið fjölda verðlauna á undanförnum árum og er einn af langlífustu samtalsþáttum íslenskrar sjónvarpssögu.  

Á Stöð 2 klukkan 19:35 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×