Ragnheiður segir ríkisstjórnina ekki fara að vilja Alþingis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 16:34 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina Mynd/Anton Brink Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðiflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að fara ekki að vilja Alþingis varðandi aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Ragnheiði í Sprengjusandi í morgun. „Þetta mál er að verða frekar vandræðalegt. Í mínum huga er það alveg ljóst að þegar Alþingi ályktar í þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að gera eitthvað, einstökum ráðherra eða ríkisstjórninni í heild sinni, þá hefur löggjafarvaldið falið framkvæmdarvaldinu að vinna að einhverju og framkvæmdarvaldið situr raunverulega í umboði löggjafarvaldsins,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir enga ríkisstjórn geta ákveðið að hún þurfi ekki að fara að vilja Alþingis. „Þingsályktunartillagan er klár, samþykkt og afgreidd af löggjafarsamkomunni. Ef það er einhver sem getur tekið þessa þingsályktunartillögu tilbaka þá er það Alþingi. Ef ríkisstjórnin ætlar sér ekki að fara eftir tillögunni þá tel ég að Alþingi geti einfaldlega ákveðið að koma með þingsályktunartillögu og óskað eftir að hún gangi til atkvæða,“ segir Ragnheiður.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðarMynd/úr safniÁsamt Ragnheiði voru Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar í viðtali. Birgittu leist vel á hugmynd Ragnheiðar. „Ég vona að stjórnarþingmaður leggi þetta fram og ég mun styðja það. Það er búið að skapa vafa um gildi þingsályktana“, segir Birgitta. Birgitta segir að ríkisstjórnin kippi undirstöðunum undan þingræðinu með því að fara ekki að vilja Alþingis í málinu og boða til kosninga um Evrópusambandið. „Þingmenn á síðasta kjörtímabili og nú nýir þingmenn vilja að þingið endurheimti þingræðið og hafa unnið þverpólitískt að málefnum. Það er eitt það albesta sem kom upp úr þessu mikla hruni, að endurheimta þingræðið, og nú er verið að kippa undirstöðunum undan því,“ segir Birgitta. Róbert vill að tekin verði ákvörðun í málinu og að snyrtilegast væri að ljúka viðræðunum og halda áfram með ferlið. „Ef þú tekur ekki ákvörðun þegar þú átt valkosti þá lendir þú í stöðu þar sem þú átt ekki lengur neina valkosti og ferð kannski einhverja leið sem þú ert ekki endilega sáttur við. Við verðum að bera ábyrgð á, fylgja og virða þau ferli sem við ákveðum okkur, “ segir Róbert. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðiflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að fara ekki að vilja Alþingis varðandi aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Ragnheiði í Sprengjusandi í morgun. „Þetta mál er að verða frekar vandræðalegt. Í mínum huga er það alveg ljóst að þegar Alþingi ályktar í þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að gera eitthvað, einstökum ráðherra eða ríkisstjórninni í heild sinni, þá hefur löggjafarvaldið falið framkvæmdarvaldinu að vinna að einhverju og framkvæmdarvaldið situr raunverulega í umboði löggjafarvaldsins,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir enga ríkisstjórn geta ákveðið að hún þurfi ekki að fara að vilja Alþingis. „Þingsályktunartillagan er klár, samþykkt og afgreidd af löggjafarsamkomunni. Ef það er einhver sem getur tekið þessa þingsályktunartillögu tilbaka þá er það Alþingi. Ef ríkisstjórnin ætlar sér ekki að fara eftir tillögunni þá tel ég að Alþingi geti einfaldlega ákveðið að koma með þingsályktunartillögu og óskað eftir að hún gangi til atkvæða,“ segir Ragnheiður.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðarMynd/úr safniÁsamt Ragnheiði voru Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar í viðtali. Birgittu leist vel á hugmynd Ragnheiðar. „Ég vona að stjórnarþingmaður leggi þetta fram og ég mun styðja það. Það er búið að skapa vafa um gildi þingsályktana“, segir Birgitta. Birgitta segir að ríkisstjórnin kippi undirstöðunum undan þingræðinu með því að fara ekki að vilja Alþingis í málinu og boða til kosninga um Evrópusambandið. „Þingmenn á síðasta kjörtímabili og nú nýir þingmenn vilja að þingið endurheimti þingræðið og hafa unnið þverpólitískt að málefnum. Það er eitt það albesta sem kom upp úr þessu mikla hruni, að endurheimta þingræðið, og nú er verið að kippa undirstöðunum undan því,“ segir Birgitta. Róbert vill að tekin verði ákvörðun í málinu og að snyrtilegast væri að ljúka viðræðunum og halda áfram með ferlið. „Ef þú tekur ekki ákvörðun þegar þú átt valkosti þá lendir þú í stöðu þar sem þú átt ekki lengur neina valkosti og ferð kannski einhverja leið sem þú ert ekki endilega sáttur við. Við verðum að bera ábyrgð á, fylgja og virða þau ferli sem við ákveðum okkur, “ segir Róbert.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira