Innlent

Kettlingar stöðva lestarsamgöngur í New York

Gunnar Valþórsson skrifar
Stroku-kettlingarnir ullu talsverðum usla í New York í gær.
Stroku-kettlingarnir ullu talsverðum usla í New York í gær.
Loka þurfti hluta neðanjarðarlestarkerfis New York borgar í tæpa tvo klukkutíma í gær eftir að tveir kettlingar sáust á flandri í göngunum.

Tekin var ákvörðun í snarhasti um að loka línum í Brooklyn hverfinu, taka rafmagnið af og hefja leitina að kisunum. Mjög hættulegt er að ganga á lestarteinunum í borginni því þá er hætta því að fá 600 volta rafstraum í gegnum sig sem drepur mann, eða kött, á svipstundu. Mikil örtröð myndaðist á neðanjarðarlestarstöðvunum og voru menn misánægðir með að kerfinu skyldi lokað vegna tveggja kettlinga. Að lokum var ákveðið að opna á ný þrátt fyrir að kettirnir hefðu ekki komið í leitirnar, en þeir fundust síðan sjö tímum síðar, heilir á húfi.

Ekki voru allir jafn ánægðir með dýravinina því einn miðaldra farþegi, sem neitaði að láta nafns síns getið, lét hafa eftir sér í New York Post: "Alveg hreint með ólíkindum. Allt stopp vegna katta! Ég hata ketti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×