Fótbolti

Landsleikirnir í uppnámi hjá Alfreð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Alfreð Finnbogason missir af leik Heerenveen og Twente í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Óvíst er um þátttöku hans í landsleikjum Íslands gegn Sviss og Albaníu.

Umboðsmaður Alfreðs, Magnús Agnar Magnússon, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Þar segir hann Alfreð meiddan, ljóst að hann spili ekki um helgina og óvissu ríkja um landsleikina tvo.

Lars Lagerbäck tilkynnir landsliðshóp sinn á blaðamannafundi á Hótel Nordica í dag. Fundurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×