Þóra segir Guðríði fara með rangt mál Tinni Sveinsson skrifar 30. ágúst 2013 15:38 Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira