Innlent

Nemendur í Kvennó stofna femínistafélag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á myndinni eru krakkarnir í nemendafélaginu Kveðjunni í Kvennó, sem hafa ákveðið að stofna femínistafélag. Haukur Már er formaður Keðjunnar.
Á myndinni eru krakkarnir í nemendafélaginu Kveðjunni í Kvennó, sem hafa ákveðið að stofna femínistafélag. Haukur Már er formaður Keðjunnar.
Nemendafélagið Keðjan í Kvennaskólanum í Reykjavík hefur stofnað femínistafélag og er tilgangur félagsins að bæta ímynd femínista.

Formaður listanefndar, Sóllilja Guðmundsdóttir gerði það að kosningaloforði sínu fyrir nemendakosningarnar síðasta vor að stofna femínistafélag innan veggja skólans.

Haukur Már Tómasson er formaður nemendafélagsins og hefur unnið að stofnun félagsins ásamt fleiri krökkum úr skólanum. Haukur Már sem er 18 ára nemi á þriðja ári í Kvennaskólanum segir að ástæðan fyrir því að þau hafi stofnað þetta félag sé að bæta ímynd femínista en það sé leiðinlegt hversu margir krakkar hafi slæmt álit á jafnréttisbaráttunni.

„Ég hafði ekki mikið pælt í svona hlutum sjálfur, áður en ég var beðinn um að vera með. En um leið og ég fræddist um femínisma og fór að hugsa meira um þessa hluti áttaði ég mig á því að ég vildi vera með og að það er mikilvægt að styðja við baráttu femínista,“ segir Haukur Már.

Haukur Már segist hafa orðið mjög spenntur fyrir stofnun félagsins og nú ætli þau að fara í „massíva“ vinnu við að bæta ímyndina.

Haukur Már segir að hugmyndin sé  líka að halda sérstök jafnréttiskvöld og prenta boli með merki félagsins sem er verið að hanna. Félagið sé að leita sér að einhverjum til þess að fjármagna verkefnið að hluta, en hingað til hafi fjármögnunin aðallega komið frá nemendafélaginu sjálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×