Innlent

Veður fer versnandi og tré fjúka upp með rótum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Loka þurfti umferð í skamma stund eftir að ösp rifnaði upp og lagðist yfir aðra akrein Lækjargötu við Fríkirkjuveg.
Loka þurfti umferð í skamma stund eftir að ösp rifnaði upp og lagðist yfir aðra akrein Lækjargötu við Fríkirkjuveg. mynd/björn traustason
Veðrið fer versnandi og berast fregnir af trjám sem fokið hafa upp með rótum í Reykjavík. Loka þurfti umferð í skamma stund eftir að ösp rifnaði upp og lagðist yfir aðra akrein Lækjargötu við Fríkirkjuveg.

Gert er ráð fyrir miklu hvassviðri eða stormi vestantil á landinu og horfur eru á roki allra nyrst í nótt, samkvæmt tilkynningu á vef Almannavarna. Flugi til og frá Ísafirði hefur verið aflýst í dag. Þá má gera ráð fyrir mikilli úrkomu á NV-landi og Tröllaskaga í kvöld og nótt, rigningu á láglendi en snjókomu ofan 150 -250 metra yfir sjó.

Í viðvörun frá Veðurstofu Íslands eru landsmenn hvattir til að ganga frá lausum munum utandyra, útigrillum, garðhúsgögnum, trampólínum og þess háttar, en tjón getur hlotist af fjúkandi munum í hvassviðrinu. Þá er mælt með að vera ekki á ferðinni að ástæðulausu um Norðurland í kvöld en þar er spáð mikilli úrkomu. Þá er hvatt til þess að fólk sem hyggur á ferðalög afli sér upplýsinga um færð og veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×