Innlent

Hálslón við það að fyllast

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hálslón.
Hálslón.
Yfirborð Hálslóns er nú komið í tæpa 625 metra yfir sjávarmáli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Á síðustu sjö dögum hefur lónið hækkað yfir tvo metra þannig að búast má við að það fari á yfirfall um helgina. Það er rúmum þremur vikum síðar en síðasta sumar.

Í tilkynningunni segir að þegar vatn renni á yfirfalli myndist fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og þaðan steypist vatnið 90 til 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×