Innlent

Bílvelta á Suðurlandi - einn kastaðist út úr bílnum

Valur Grettisson skrifar
Landspítalinn.
Landspítalinn.
Bílvelta varð á Skeiðavegi við Suðurlandsveg um klukkan fimm í morgun. Fimm ungmenni voru í bílnum og flytja þurfti tvo á sjúkrahús í Reykjavík samkvæmt upplýsingum lögreglu á Selfossi. Af ungmennunum fimm var einn ekki í belti, en sá kastaðist út úr bílnum.

Ungmennin eru ekki lífshættulega slösuð.

Á Akureyri voru tveir teknir ölvaðir við stýrið auk þess sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af pústrum á milli drukkinna einstaklinga.

Í Reykjavík gistu tveir fangageymslur samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. í tilkynningu frá þeim segir að næturgestirnir hafi sjálfir óskað eftir gistingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×