Innlent

Skýrsla fagráðs ekki birt opinberlega

Hödd Vilhjálmsdóttir. skrifar
Þeir einstaklingar sem töldu sig eiga kröfu á hendur kaþólsku kirkjunni vegna hvers kyns ofbeldis hafði verið gefinn kostur á að lýsa misgjörðum af hálfu starfsmanna kirkjunnar í erindi til fagráðsins.
Þeir einstaklingar sem töldu sig eiga kröfu á hendur kaþólsku kirkjunni vegna hvers kyns ofbeldis hafði verið gefinn kostur á að lýsa misgjörðum af hálfu starfsmanna kirkjunnar í erindi til fagráðsins. Mynd/Valgarður
Kaþólska kirkjan á Íslandi mun grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að leiðbeina því fólki sem telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna hennar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fagráði kirkjunnar.

Fagráð kaþólsku kirkjunnar hefur starfað frá því í nóvember á síðasta ári en hlutverk ráðsins er m.a. að veita biskupi kirkjunnar álit á því hvort kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot hafi átt sér stað innan hennar og ennfremur að veita álit á því hvort kirkjan hafi brugðist rétt við í þeim tilvikum er kvartanir bárust henni.

Þeir einstaklingar sem töldu sig eiga kröfu á hendur kaþólsku kirkjunni vegna hvers kyns ofbeldis hafði verið gefinn kostur á að lýsa misgjörðum af hálfu starfsmanna kirkjunnar í erindi til fagráðsins. 

Allir þeir sem það gerðu fengu send bréf í gær þar sem kemur fram að kirkjn muni taka til allra nauðsynlegra ráðstafana til að leiðbeina því fólki.

Af tillitssemi við þá sem leituðu til kirkjunnar vegna ofbeldis verður skýrsla fagráðsins ekki birt opinberlega, en í  tilkynningu sem send var á fjölmiða kemur fram að hugur Péturs Burcher Reykjavíkurbiskups beinist að öllum þeim sem telja á sér brotið og að hin hörmulega kynferðislega misnotkun á börnum af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eiga í hlut, sé skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×